9. desember 2005


Fór í klippingu í dag og er vægast sagt komin með nýtt lúkk. En er bara mjög sátt og hlakka bara til að sjá viðbröðin.. hihi!

Tónleikarnir í gær voru algjör snilld, bara stemmning! Kolla kíkti til mín um sexleytið með pasta salado og héldum síðan með lestinni í átt að Arenan. Þegar við komum þangað vorum við samt ekki alveg vissar hvert við ættum að fara, en Kolla var samt nokkuð viss og þegar við sjáum nokkuð stóran hóp af gulrótarbuxnaklæddum rokkaratýpum, gaura seljandi heyrnartappa (já, hafið þið heyrt annað eins!) og mann í hjólastól að selja Franz Ferdinand boli vorum við nokkuð vissar að við værum á réttri leið. Mér varð nú spurn afhverju í ósköpunum fólk væri að fara á tónleika með HEYRNARTAPPA! En það er víst til að losna við öll óþægilegu hljóðin og heyra bara músíkina.. hahaha! Mér finnst þetta ennþá alveg ótrúlega fyndið.

En já, við fengum semsagt ágætis skemmtun á leiðinni að tónleikastaðnum þar sem tveir kjúklingar löbbuðu fyrir framan okkur, við erum að tala um par í gallabuxum svona nr. 24 og gaurinn ekkert smá hávaxinn og greyið hann bara gat varla gengið! En eins og máltækið segir, bjútí is pein, og svo má náttla deila um fegurðargildið á þessum klæðnaði! En jæja þegar við loksins komum var fyrsti maðurinn sem við hittum Einar kærastinn hennar Rósu og 2 vinir hans. Frekar fyndið að rekast á þá. Upphitunarbandið Arctic Monkeys var byrjað að spila, að mínu mati aðeins of rokkaðir en áttu alveg góð lög inn á milli. Þar sem Franzararnir létu aðeins bíða eftir sér ákváðum við að nota tækifærið og mjaka okkur rólega fram þangað til við vorum komnar alveg nánast fremst að girðingunni, það var eitthvað VIP svæði þar fyrir framan...

Svo byrjuðu snillingarnir í Franz Ferdinand að spila og á öðru lagi var ég alveg komin í þvílíkt stuð. En þá komu tvær litlar fitubollubeyglur og voru með þvílíkan troðning og olnbogaskog. Ég var frekar pirruð, svo var líka byrjaður þvílíkur þrýstingur úr öllum áttum. En nei snýr önnur frekjudósin sér ekki við og tekur einn hægri krók beint í augað á greyið Kollu, linsan fauk út í loftið og hún alveg blind þarna! Við náttla stóðum þarna bara gapandi af undrun, ég meina þetta var ekkert svona ÓVART heldur bara bókstaflega sneri hún sér við til að kýla einhvern! En takið nú eftir, Kolla hún var með auka linsur! Ég var búin að hlæja mikið að þessu á leiðinni í lestinni þegar við vorum að fara yfir innihaldið í töskunum okkar, ha afhverju auka linsur? Jú ef þær skyldu detta úr! Já Kolla mín, fyrirgefðu að ég skyldi gera grín að þér en mér fannst þetta bara svo ekta sænskt og krúttlegt hjá þér! En það var nú bara eins gott að þú pældir í þessu, það hefði nú ekki verið gaman að missa af tónleikunum vegna blindu..

Þannig að við þutum á klósettið til að Kolla fengi sjónina á ný og setja kælingu á bólguna. Kolla fékk svo að fara backstage til að hitta hjúkku, já heppni í óheppni, fékk að sitja þarna nokkrum metrum frá hljómsveitinni! Eftir þetta rugl ákváðum við að vera aðeins aftar í salnum og þar var líka nóg pláss til að tjútta...

En jæja eigiði nú góða helgi elskurnar:)
...
Vala Brownie

3 ummæli:

Dagny Ben sagði...

Já, Kolla ekkert smá forsjál! Borgar sig greinilega.
Gaurinn í hjólastólnum var líka að selja boli fyrir utan SigurRósartónleikana og Coldplay tónleikana!

Nafnlaus sagði...

Vala tu hefdir bara att ad stofna til slagsmala, dundra gelluna bara beint i hnakkan. Eg se titt goda hjarta reyndar ekki gera detta en eg meina madur veit aldrei. Mig langar ekkert sma mikid ad sja Franzarana, eg held ad teir komi hingad a naesta ari, vona dad allavega.
Kv, Kjarri

Nafnlaus sagði...

HAHAHA;) ég hugsa nú samt að ég hefði gefið henni einn til baka ef hún hefði dúndrað í augað á mér..