18. janúar 2006

Er hægt að vera svo þreyttur að maður getur ekki sofnað?
Ég lenti alla vega í mjög svo óskemmtilegri "lífsreynslu" í gærkvöldi, þar sem ég var búin að vera geispandi allan daginn og datt því í hug að fara snemma að sofa. Var komin í háttinn um hálftíu og skellti einni DVD í tölvuna og hélt ég myndi nú bara sofna yfir því. Svo var myndin búin og ekki var ég sofnuð, kíkti í Cosmopolitan sem ég keypti mér í fríhöfninni, las nánast allar bloggsíður á Íslandi og fór svo eitthvað að fikta í blogginu mínu sem endaði með því að teljarinn var allt í einu horfinn! Jamm, svona er maður mikill tæknisnillingur.. jæja ekkert bólaði á svefninum, þrátt fyrir að hafa talið kindur alveg uppí nítjánhundruðníutíuogþrjár og hlustað á rólega tónlist. Klukkan var orðin alveg hálffjögur og ég var alveg að drepast úr þreytu. Hugsaði pirruð til þess að ég hefði getað nýtt þennan tíma t.d. til að lesa nokkra kafla í eðlisfræði og datt mér þá sú snilld í hug að ná í bókina og viti menn, ég var sofnuð eftir þrjár blaðsíður... hallelúja! Kannski ég hafi bara sofið svona mikið í jólafríinu að ég þurfi bara ekkert á svefni að halda næsta mánuðinn, það væri nú frekar nice...
Fyrsti skóladagurinn í dag, og mér til mikillar sorgar er hún Anna panna búin að skipta um braut þannig að ég þarf að fara að finna mér nýjan slúðurfélaga! Eða jafnvel þá að fara stórlega að skipta um áhugamál til að geta haldið uppi samræðum við strákana um LAN og matlab um helgar...
Fór og talaði við námsráðgjafann í gær, því ég er mikið búin að vera að pæla í að skipta yfir í iðnaðarverkfræði. En eins og flestir vita sem þekkja til sænsks skrifræðis þá mun það ekki verða svo auðvelt mál fyrir mig, en samt ekki ómögulegt og hún ætlaði að kanna þetta fyrir mig! Þannig að nú er bara að krossa fingur...
Annars sá ég hálfnakinn gaur í T-bananum í gær, sem hljóp um syngjandi og trallandi. Ég er ekki að grínast, en þetta var mjög svo furðuleg sjón að sjá hann á nærbrókunum einum fata og reyndar held ég að hann hafi verið í skóm karlgreyið, á meðan allir í kringum hann voru dúðaðir í dúnúlpur í kuldastígvélum með húfu og trefil!
En jæja Onsdags í kvöld, þannig að ég ætla að dríbensí að halda áfram að þvottakonast og reyna að klára stærðfræðidæmin!
...
Vala nördígördí

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Núnú, bara strippl í gangi hehe. :P

Gaman að sjá að þú bloggar. Eitthvað til að lesa á daginn eða í leiðinlegum tímum hehe. :P Nei bara að grínast.

Gangi þér allt í haginn tása og sjáumst attur í sumar? Er það ekki. Vá svolítil stund þangað til en verðum að lifa það af... höldum fullt af tásu veislum og svoleiðis :P

Nafnlaus sagði...

Lengi lifi kokteiltásur;) hehe.. en jújú verður maður ekki að vígja nýju glösin sem ég fékk í afælisgjöf?

Nafnlaus sagði...

óóóóójááá! glösin verða sko vel notuð vala mín, við sjáum til þess!;)

Nafnlaus sagði...

Jújú, glösin... þau verða svo sannarlega vígð. :)