14. mars 2006

Er ekki NÓG komið af snjó...
Þetta er nú ekki fyndið lengur! Það snjóar bara og snjóar og þetta virðist engan endi ætla að taka... núna er mars mánuður hálfnaður og ekki hættir að snjóa! Þetta er ekkert venjulegt... og hefur líka furðulegar afleiðingar! Til dæmis er ÉG, manneskja sem ekki hef verið þekkt fyrir mikinn áhuga á útihlaupum, byrjuð að iða í tánum eftir að skella mér í hlaupaskóna og fara út að hlaupa... og þá er nú mikið að! hahaha... ég veit samt maður getur ekkert gert í þessu, nema flytja til Hawaii, sem er ekki alveg efst á dagskránni þessa dagana, eða jafnvel til Íslands! Hversu kaldhæðnislegt sem það er þá er búið að vera hlýrra þar heldur en hérna...

Nokkrir möguleikar til að gera gott úr þessu:

*fá Rósu til að borða upp allan snjóinn... jebb... þú bauðst til þess! verð samt að viðurkenna að þetta er ekki sú allhraðvirkasta lausnin í boði...
*brenna upp ósonlagið fyrir ofan Stokkhólm, tjahh... veit ekki alveg hvort það er á mínu valdi, plús það myndi valda smá flóði... allir í björgunarvestin!
*fara til útlanda, þessi kostur er vænlegastur en timasetningin er ekki alveg að henta, maður þarf víst að mæta i skólann...
*kaupa sér gaddaskó og fara út að hlaupa... einhver til í að splæsa?
*ganga i barndóm og leika sér í snjónum, búa til snjóengla, fara í snjókast, byggja snjóhús...
*hefja skiðaiðkun... sem væri reyndar gaman, en einhvern veginn gefst aldrei tækifærið... þar sem ég kann ekki baun á skíði og á þar að auki engin skíði...
*taka þjóðverjastílinn á þetta og velta sér nakinn upp úr snjónum..bhhhrrr!

Já kannski maður hætti bara að kvarta! Enda hlýtur sumarið bara bráðum að fara að koma... bara njóta þess að hafa snjóinn meðan hann er hérna!
Bless í bili... ég er farin út á snjóþotu...vííí...
...
Vala snjókarl

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mér líst best á að ganga bara aftur í ungdóm og leika sér í snjónum:) nú eða taka þjóðverjastílinn á þetta, þú munt allavega fá mikla athygli út á það;) En eins og þú sagðir þá hlýtur bara vorið að vera á næsta leiti hjá ykkur þannig að njóttu þess bara að hafa snjóinn á meðan hann er:) auðvelt fyrir mig að segja sem er á Íslandi með engann snjó, allavega ekki eins og er, aldrei að vita að hann verði kominn seinni partinn í dag, íslensk veðrátta klikkar ekki, veit aldrei á hverju maður á von á.. bið að heilsa í bili..

Nafnlaus sagði...

Ég sé ekki fyrir mér hvernig gat á ósónlaginu eigi að hjálpa...

en fyllerí dugir líka