15. mars 2006

Loksins loksins...
Voða er ég orðin dugleg að blogga allt í einu! Þetta er svona, maður er ofur duglegur að blogga svona þrjá daga í röð og svo líða tvær vikur á milli! hehehe... en jæja þá er komið að hinni langþráðu klippingu, er búin að vera að telja niður klukkustundirnar...núna eru 75 mínútur þangað til að rót og klofnir endar hverfa á brott! Yndislegt ekki satt? Spurningin er samt hvort ég eigi að taka eitthvað flepp á þetta, eins og seinast þar sem ég gerðist ljóska í dulargervi, eða halda mig við brúnu lokkana... mamma er eindregið búin að reyna að múta mér til að fá mér ljósar strípur aftur... ég er nefnilega þeim "kosti" gædd að vera mitt á milli hárlita, músarliturinn vinsæli sem er einkenni Íslendinga... þannig að ég get bæði verið ljóshærð og dökkhærð! Gaman að því, fyrir utan að ég get ekki haldið mig við nátturulega litinn því þá lít ég út eins og vofa... Og þar af leiðandi kostar það morð fjár að fara í klippingu, afhverju þarf þetta að vera svona dýrt? Væri mikið til í að geta skroppið á mánaðarfresti til að hressa upp á hár lookið... kannski maður geti leyft sér það þegar maður verður orðinn verkfræðingur og farinn að þéna milljónir á mánuði!? (ég meina, maður má lifa í smá draumi...), hihihi...
Annars er mest lítið að frétta, lærdómur endalaust, en það er nú miðvikudagur í dag og styttist óðum í helgina... er nú lítið búin að plana nema kannski maður skelli sér í IKEA og kaupi gardínur og fleira dúllerí í íbúðina... og svo er Schlager party á Sturevägen á laugardaginn! Það er semsagt úrlit í Melodiefestivalen og spurning hver vinnur, gaur í vesti, sænskar blondínur, kona i tjaldi eða 90's slagarinn með Dr.Gunna Svía og ungan verkfræðipilt í fararbroddi... annars veðja ég á Carola, eins og kannski flestir aðrir, hún er eitt af þessum sönggoðum Svía, vann Eurovision 1991 með Fångad av en Stormvind, ég held að það sé einmitt fyrsta Eurovision keppnin sem ég man eftir að hafa horft á, það var seinasta árið sem við bjuggum í Sverige og Stebbi og Eyvi tóku Nínu...jamm maður er svona laumu júróvisjon fan! hehe...
En jæja, städa städa og drífa sig í klippingu...
...
Vala svala

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ohh mér langar líka í klippingu og strípur!! :P verst hvað þetta er dýrt, annars væri maður miklu duglegri við þetta... en ég hef alltaf haldið að allt svona væri svo ódýrt þarna úti... eða svona, allavega miðað hérna heima :)

Nafnlaus sagði...

oh já klipping klipping, vildi að þetta væri ókeypis! er einmitt að hugsa um að farað skella mér sjáf í klipp, er svo heppin með litinn sem ég setti í síðast að það varla sést engin rót... er svo sniðugt sjáðu til!;) en nei auður, þetta er víst ekki svona hef ég heyrt... frænka mín í dk er alltaf að tala um morðfjár klippingar þarna í köben.. rosalegar sögur þar á ferð skal ég segja þér!:D
en já vala, þú ert pæja, sýnir mér myndir af flippuðu greiðslunni þinni þar sem ég get víst ekki séð þig í alvöru! blabla... já maður er orðinn ruglaður, er hætt að bulla núna!
Rikka Klikka!:D

Nafnlaus sagði...

Krulluverkfræðingurinn og skallinn eru að skora stig hjá mér.