13. mars 2006

Sól sól skín á mig...
Ooo það er svo yndislega fallegt veður úti að maður valhoppar bara flautandi um og brosir framan í heiminnn! Var að koma úr bænum, þar sem ég var bara á einum fyrirlestri í dag frá 10-12...very nice... Þurfti nefnilega að fjárfesta í nýjum vettlingum, og helst húfu, þar sem það er búið að vera skuggalega kalt hérna undanfarið og vettlingarnir mínir týndust í þarseinustu viku og hinir gleymdust á Íslandi um jólin! hmm... En jæja. Þessi verslunarleiðangur var aldeilis ekki auðveldur og voru allar helstu búðir bæjarins þræddar frá króki til kima, en það var hægara sagt en gert að finna vettlinga! Það virtust bara HVERGI vera til eitt einasta par... fyrir utan einhverja dýra leðurhanska... not good not good... alls staðar bara komnir sandalar og sumarföt og nóg af derhúfum og sólgleraugum... hlakka svo til að fara að kaupa mér sumarföt! En á endanum fann ég eitt par í H&M og húfu í Åhléns sem mun bjarga mér það sem eftir er af kuldaskeiðinu...jibbí!
Á föstudaginn fór ég í mat til Rósu og Einars, ég ákvað að sýna takta mína í eldhúsinu og sá um salatið og steikta sveppi og afsannaði þar með kenningu mína um að ég kynni ekki að elda annað en núðlur og pasta... restin af kvöldinu fór í sjónvarpsgláp og nammiát, mjög nice þar sem ég var frekar þreytt eftir þessa viku!
Á laugardaginn var æfingardagur aaaaalllan daginn.. ég hélt þetta ætlaði engan endi að taka. Ég fékk semsagt að "sjá" leikritið í fyrsta skiptið, fyrir utan það að ég sá ekki mjög mikið þar sem sviðsmyndin er mestallan tímann fyrir okkur, við í hljómsveitinni sitjum fyrir aftan sviðið, þannig að draumar mínir um að standa í sviðsljósinu eru orðnir að engu...snökt snökt... en allavega, fyrir þá sem hafa áhuga á að vita meira um Jubelspexet 2006 kíkið hér!
Á laugardagskvöldið kíkti ég á stokkhólmsdjammið með Ebbu, stelpu sem er með mér í vélaverkfræðinni, og vinkonu hennar... byrjuðum á því að kíkja til Söder, fórum á mjög svalan stað sem hafði mikið úrval af gómsætum kokteilum, svo röltum við um en fundum ekkert þar þannig að við enduðum í Stureplan á Köket (=eldhúsið)... hehe... fyndið nafn á stað... þar var mjög gaman og frekar góð tónlist, þó að DJinn hafi alveg verið að missa sig í remixunum... fyrir þá sem eru í leit að ekta sænskum gaurum þá mæli ég með því að þeir kíki þangað! ekki slæmt úrvalið þar...ákváðum svo að enda kvöldið á MC'donalds.. á leiðinni þangað hittum við hressan Skánskan pilt og vini hans sem ætlaði engan vegin að trúa því að ég væri íslensk og endaði ég með því að sýna honum skilríkin mín... hann var samt ekki ennþá að trúa þessu.. sagði að ég talaði fullkomna sænsku! hehe.. varð bara að monta mig smá... en alla vega splæstu þeir á okkur hamborgurum, gaman að því...
Annars er það að frétta að ég er gjörsamlega dottin í the OC! Var búin að gleyma því hvað þessir þættir eru mikið æði, algjört yndi! En ég er svo heppin að eiga eftir alla 2. og 3. seríu, reyndar ekki lengur þar sem ég er búin að horfa á helminginn af 2. seríu síðan á föstudaginn...hihihi... Svo þegar því er lokið þá er ég að pæla í að skella mér í One Tree Hill og þar á eftir My Name is Earl.. var að heyra að það væru snilldarþættir.. jáh..hver sagði að maður þyrfti að eiga sjónvarp!
En jæja nóg komið af rugli...
...
Vala sólskinsbarn

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

heheh við ottó vorum einmitt að byrja að horfa á my name is earl... erum komin á 15 þátt og þeir eru alveg heví fyndir sko, þannig að þú ert pottþétt eftir að skemmta þér yfir þeim! ;)og svo er náttúrlega bara vika í prison break!!!!! :P

Nafnlaus sagði...

óójá! hlakka ekkert smá til.. er búin að vera að telja niður dagana síðan um jólin! hehe.. soldið kreisí;)