26. mars 2006

Það er að koma sumar...
Í nótt breyttist tíminn þannig að dagurinn í dag var einum klukkutíma styttri, einum klukkutíma minna að læra fyrir prófið, svekk, en það er semsagt kominn sumartími, "sommartiden hej hej sommartiden..."! Núna erum við 2 klst á undan Íslandi... og það er búin að vera sól í allan dag og mér fannst það þegar ég fór út í búð áðan að það væri barasta byrjað að hlýna og snjórinn allur byrjaður að bráðna og ágætis færi til að fara út að hlaupa... Frumsýningin gekk rosa vel og mjög gaman, önnur sýningin gekk ennþá betur og fórum svo í partí eftirá þar sem þemað var sænskt barnaafmæli, mjög fyndið, fékk svona flashback síðan ég var fjögurra ára, saft og bullar í forrétt og fleira sniðugt... læra læra læra í dag og spjallaði við múttu á skype áðan sem sagðist vera búin að pakka páskaeggi til mín og fleira góðgæti sem ég fæ sent í póstinum í næstu viku! jibbí skibbí...
Annars gleymdi ég því miður myndavélinni heima í gær, aftur, þetta virðist eitthvað ætla að há mér, en eins og flestir vita þá þjáist ég af alshæmer læt sem orsakar þessa gleymni hjá mér...
Þá var það ekki meira í bili nema við sundstelpurnar, a.k.a. kokteiltásur erum komnar með blogg sem var formlega opnað í gær og munum þar tjá okkar klórkokteilblönduðu hugsanir...
www.blog.central.is/kokteiltasur

...
Vala stóratá

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

til hamingju með frumsýninguna og sýningu númer tvö líka....og bara allar sýningarnar!!:)
knús,
Hjördís

Nafnlaus sagði...

Já vala mín.. við þurfum að finna eitthvað við þessum alsheimer læt þínu... þetta er svaðalegt!;)

Nafnlaus sagði...

Hææ
Ég hef verið blind í allt of langan tíma..ég verð að játa það að ég sá ekki myndasíðuna fyrr en í kvöld!!!
Tsss, en hún er alveg frábær :)
Sakni sakni sakni...finnst alltaf jafn gaman að sjá þig dökkhærða.
Ernie baby

Skatan sagði...

Einhvers staðar heyrði ég því fleygt að gleymska væri þroskamerki, það væri ekki hægt að ætlast til þess að maður myndi allt þegar maður væri kominn svona langt í náminu..

Annars langaði mig að kommenta á nafngift ykkar sundstelpna, skemmtilega skondin :)

Já og til hamingju með sýningarnar!

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir það;) Já veistu Kata (Skatan) mín ég held að þetta sé bara ein mestu spakmæli sem ég heyrt lengi.. og mun ég framvegis nota þetta sem afsökun! hihihi...

Hildur Sólveig sagði...

Æj hvað það er gott ef það er farið að koma sumar hjá þér... farðu að senda sumarið til mín. Það er nú bara enþá snjór snjór og snjór. Iss piss og fliss...