2. apríl 2006

Euler fram og til baka...
...býður bara upp á endalaust stuð! *hóst* Sé ekki fram á annað en Matlab fram á miðvikudaginn, því þessi labb virðist ætla að ganga eitthvað frekar hægt hjá okkur eins og flestu öðrum hópum! En það þýðir ekkert að væla yfir því.
Hér á Lötsjövägen er snjórinn alveg að hverfa og sé ég fram á vor í næstu viku... hehe já það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn. Fékk svo að vita úr eðlisfræðiprófinu á föstudaginn, þrjár einingar bættust þar í hópinn og bíð bara eftir því að niðurstöðurnar komi inn á Mina Sidor svo að ég geti sent LÍN staðfestingarblað og fengið restina af peningunum mínum... þær eru búnar að vera með einhvern móral við mig þarna í Lánasjóðnum en ég er víst ekki sú eina sem er að lenda í veseni útaf námslánum... iss piss.
Í dag er búinn að vera algjör sunnudagur, fór í bandý áðan og vorum við svo ofur metnaðarfull að við skelltum okkur í blak beint á eftir afþví að enginn var að fara að nota völlinn á eftir okkur. Svo bara heim að horfa á Desperate, er að ná í 17.þáttinn núna... svo kíkti ég niðrá pósthús, sem er reyndar á bensínstöðinni, mjög þægilegt að hafa þetta bara hérna í næsta húsi. Þar beið mín pakkinn frá múttu með páskaegginu minu sem ég hlakka ekkert smá til að borða eftir tvær vikur! Nammi nammi... Sé svo ekki fram á annað en lærdóm í kvöld, þó ég væri mest til í að slappa bara af...
Seinasta sýningin á Spexinu var í gær og heppnaðist vel, þetta leikrit verður bara skemmtilegra og skemmtilegra eftir því sem ég sé það oftar! Vorum líka með mjög skemmtilegt þema, Gangster þema, ekki semsagt svona hiphop Coolio Gangsters paradise dæmi heldur vorum við stelpurnar allar í eins kjólum, mjög töff, og strákarnir jakkafataklæddir með hatta..
Myndir frá því i gær komnar inn á myndasíðuna...
Partýið var fínt, fengum alveg ágætan mat og svo voru allir með skemmtiatriði, þannig að við stóðum þarna fyrir framan alla um 150 manns held ég syngjandi eitthvað lag... og ég sem syng aldrei fyrir aðra! Reyndar verð ég að viðurkenna að ég mæmaði eiginlega bara hihihi...

Hef ekki meir að segja í bili!
Adios
...
Vala gala

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hej Vala!

Så hittade jag hit till slut!
Isländskan gick att traggla sig igenom, men det var tusan vad svårt det var :)
Myndirnar þínar var mjög skemmtilegra i alla fall.
Hlakka til að Matlab!

þínu frændi
Jonas

Nafnlaus sagði...

frændi þínu är kanske bättre

Nafnlaus sagði...

hahaha:) vem är du, är du med i Spexet? tack för ett roligt comment.. jag visste inte att du va så duktig på isländska! bra jobbat!;)

Dagny Ben sagði...

Hver er þessi Jónas?
Leyndur aðdáandi? Eða kannski ekki svo leyndur lengur þar sem hann er búinn að gefa upp nafn sitt ;0)

Nafnlaus sagði...

Okej, jag förstår vad det står, men inte vad som menas. Förklara!

Nafnlaus sagði...

Hae skvis:)ekkert komid um id-kort dagin okkar med ógedslega karlinn sem syndi okkur alltof mikid..;).. Er ad deya ur stressi...en tetta reddast allt Kramkram

Nafnlaus sagði...

blogga kona!! ;)

Nafnlaus sagði...

haha ég var bara hver er þessi ausa pausa.. en jæja já eitt blogg í bígerð, bráðum ;) hihi