24. mars 2006

Vallý vera þreyttur í dag...
Geispur!!! Já... þetta er svona einn af þeim dögum sem ég hefði viljað vera bara heima að sofa og vakna, fara í sund í heitupottana, og fá mér ís og leigja spólu.. en það er nóg að gera núna þannig að ég ætla að reyna að blogga á methraða, bara svona til að láta alla vita að ég er enn á lífi!
Við erum að fara að frumsýna leikritið um helgina og generalprufan var í gær. Þar sem maður er í þessarri blessuðu hljómsveit þurftum við að mæta kl.12 á hádegi og svo var eitthvað soundcheck og jedúddelíus! Ég hefði aldrei búist við því að það gæti tekið svona langan tíma að tengja öll hljóðfærin við hátalarana og fá rétt hljóð á allt saman. Allur dagurinn fór í þetta, svo spiluðum við lögin til að leikararnir og kórinn gætu æft sig að syngja og svo var generalprufan sjálf kl.19, en það varð klukkutíma seinkun þannig að það byrjaði ekki fyrr en rúmlega átta og var í gangi fram á miðnætti... En þetta var samt mjög gaman og lofar góðu fyrir frumsýninguna! Svo þegar ég kom heim, um eittleytið, fattaði ég að ég átti eftir að finna mér búning fyrir kvöldið, þar sem hljómsveitin er alltaf svona þemaklædd... í kvöld verð ég róni og á morgun "fljúgum" við til Hawaii og verðum í strandarfíling... það var hægara sagt en gert að finna til rónagallann, mér datt fyrst í hug að vera í lopapeysu en áttaði mig á því að það myndi líklegast líða yfir mig af hita og svita þar sem hitastigið á sviðinu ( eða réttara sagt bakvið sviðið) er skuggalega hátt... það verður nice að vera bara í bikiníi á morgun! hihi.. eða þannig... en jæja, ég held mér hafi tekist að mixa þessu ágætlega saman! Gleymdi reyndar myndavélinni heima en ætla að smella nokkrum myndum af okkur á morgun og svo verður partý eftirá... hugsa nú að ég verði samt að taka því rólega því það er próf á mánudaginn...
En jæja hraðblogginu lokið, ætla að skjótast og fá mér eitthvað að borða áður en hádegishléið er búið...
Trevlig helg...
...
Vala strandarróni

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Skemmtu þér obbolega vel í kvöld (og gærkvöldi hehe)Þú ert án efa langflottasti róninn

Nafnlaus sagði...

Lycka till ikväll på premiären gumman! Kommer tänka på dig o hålla tummarna..:) Ha så skoj! Stor kram kollis