16. mars 2006


Vá hvað mig langar í kúlusúkk...
Já, stundum langar manni i það sem maður getur ekki fengið og maður verður bara að sætta sig við það! Til dæmis núna langar mig svo í íslenskt nammi að ég er að deyja... snökt snökt... nennir einver að maila á mig poka af kúlusúkk og einn Draum takk? Það væri voða sætt! hehe.. en í staðinn sit ég hérna og narta á vínberjum, sem er mjög gott, maður er að reyna að vera harður og hætta þessari óhollustu sem er búin að vera að dynja yfir mann seinustu vikur! Núna þýðir ekkert annað en laugardagur nammidagur einu sinni í viku og reyna að borða hollt þess á milli! Þetta hefur núna staðið yfir í nokkra daga og er ég á barmi þess að brjóta þetta nammibann í 1000 mola... konfektmola...nei nei ekkert súkkulaði! hihi... En það er náttúrulega fáránlegt hvað maður er eiginlega háður súkkulaði og nammi, samt sérstaklega súkkulaði, þó að ég fái alltaf þvílíkan hausverk af því og maður verður bara þreyttur og latur... Svo þýðir ekkert annað en að minnka aðeins við björgunarhringinn ef ég ætla að mæta í heitu pottana á hverjum degi í sumar, mun nú væntanlega ekkert þurfa á honum að halda þar sem ég kann alveg að synda...
Annars skellti ég mér nú í klippingu í gær og er mjög sátt. Gerði nú engar stórvægilegar breytingar en fékk mér smá topp og svona... Fór svo í blak og kíkti á Onsdags.. langt síðan maður mætti þangað! Lenti svo enn eina ferðina í ævintýri á leiðinni heim, það er alltaf eitthvað vandamál með mig og mínar ferðir til og frá Onsdags... fór samferða Stínu og Frey niðri T-bana en ákvað svo að tékka hvort strætóinn kæmi ekki bráðum því þá þyrfti ég ekki að skipta, hann atti að koma eftir 5 mínutur en kom svo bara ekkert! Bömmer! Hvað er að gerast með almenningssamgöngurnar hérna í Stokkhólmi...
En jæja þar sem þetta er orðið alveg einstaklega leiðinleg bloggfærsla ætla ég að hætta þessum vangaveltum mínum og gera eitthvað gáfulegra...
...
Vala nammigrísss

Engin ummæli: