19. mars 2006

Nýtt bikiní... ný myndavélarsnúra...enginn bolur...
Jæja ég og Rósa kíktum í bolaleiðangur í bæinn í gær. Einhvernveginn virðist það alltaf þannig þegar maður er að leita að einhverju sérstöku að þá finnur maður það ekki. Það reyndist raunin í gær en fórum við samt ekki tómhentar heim úr bænum, ég keypti mér myndavélarsnúru og í því tilefni er ég búin að setja inn nokkrar nýjar myndir. Svo fann ég loksins bikiníið sem ég var að leita mér að allt seinasta sumar en fann hvergi (fyrir utan bikiní sem kosta 10.000 kr, hver býr á Íslandi og borgar tíuþúsundkall fyrir bikiní!), þetta bikiní fann ég í Oasis og hlakka ekkert smá til að vígja það... svo eitthvað smádót eins og gyllt gleraugnahulstur, mjög töff, nýjar hárvörur, ís (í maganum)... mmm því það var nammidagur í gær! Ég elska þessa ísbúð, sem er í Galleriunni, ég veit það eru nokkrar þar sem ég man ekki hvað hún heitir... Reyndar minnkaði gæðastimpillinn aðeins í gær, ísinn var reyndar mjög góður, en Rósa keypti sér samloku með túnfisk og gaurinn ætlaði að grilla hana og var reyndar byrjaður á því, það datt bara andlitið af okkur, hver grillar samloku með túnfisk, mæjonessósu, gúrku og fleira dóti?! Og svo var hann hneykslaður á því að hún vildi ekki grilla hana... var frekar dónalegur meir að segja.. iss...
En jæja svo í gær var Schlager partý í meira lagi á heitasta partýstað Stokkhólms, Sturevägen í Neglinge, mjög gaman, fullt af nýju fólki... Carola vann, kom öllum mjög á óvart! Hmm nei... en þetta lag á örugglega eftir að gera góða hluti og virðist sem fánar séu eitthvað í tísku í Eurovision atriðum í ár! Alla vega ef miða á við íslenska og sænska atriðið...Ég bíð allaveag spennt eftir að sjá hvað gerist í Aþenu!
Þangað til næst...
...
Vala...fångad av en stormvind

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú ert fyndin.
Þú tekur fyndnar myndir.
Það er sniðugt.

Nafnlaus sagði...

Ohh ég gleymdi
Þetta er Einar