4. mars 2006

Að vera illt í hárinu...
Það var mega stuð í gær. Kom heim úr skólanum um fjögurleytið, var lengi að ákveða í hverju ég ætlaði að vera um kvöldið. Fyrir valinu var grænn kjóll sem ég keypti í útskriftarferðinni á Mæjorka, þannig að ef fólk tæki þemað alvarlega þá var ég svona tæknilega séð þemaklædd, en ef ekki þá myndi ég samt sem áður falla inn í hópinn... apabúningurinn fær að biða betri tíma, hehe! Svo lá leiðin til Stocksund, sem þýddi að ég þurfti að taka T-bana upp í KTH og taka svo pendeltåget, sem me don't like very much, að ferðast með þessum skrapatólum er eins og að vera kominn til Sovétríkjanna á stríðsárum (hehe, kvóta hér með i Rósu), þessar lestar eru fornaldargamlar, stundum virkar hitinn ekki þannig að maður frýs úr kulda og svo hristist maður fram og til baka... svo var ég alveg þvílíkt stressuð um að ég myndi ekki fara út á réttum stað, því stundum heyrist svo illa í hátalarakerfinu hvaða stöð sé næst plús að það var alveg niðamyrkur úti og því erfitt að sjá hvað stendur á skiltunum á stoppistöðvunum... en jæja... alla vega endaði ég á réttum stað! Þarna voru nokkrir bekkjarbræður mínir saman komnir og það var alveg greinilegt að það bjuggu strákar í íbúðinni, risasjónarp, tvær tölvur, enginn spegill á baðherberginu (jamm, mjög sjokkerandi) og ekkert handklæði heldur...héngum þar til sjö og þaðan lá leiðin á Container við Odenplan... mættum á mjög íslenskum tíma, hugsa að við höfum örugglega verið seinust á svæðið... þegar maður kom inn þá leit þetta virkilega út eins og maður væri að labba inn í gám því veggirnir í anddyrinu voru klæddir einhverskonar gámamálmplötum... svo tók skemmtinefndin á móti manni og allir fengu banana þegar þeir komu inn! hehe... Annars hef ég ekki mikið að segja um kvöldið nema það var mikið sungið, borðað, drukkið og dansað og skemmt sér... ég ákvað að taka Hvalfjarðardansinn á þetta og fyrir þá sem þekkja boðar það aldrei gott, hugsa að ég mæti í skotheldu vesti í skólann á mánudaginn...
Dagurinn í dag er búinn að vera mjög rólegur, búin að taka ágæta syrpu af Desperate Housewives og taka aðeins til í íbúðinni...hugsa að það verði ekki mikið um lærdóm, en prófalærdómur verður settur í fimmta gír á morgun!
Þangað til næst...
...
Vala, villtist í frumskóginum

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta með að vera illt í hárinu stenst ekki alveg, alltént ekki skv. Svíanum sem ég hitti i lördags. En hvað vita Svíar?

Nafnlaus sagði...

hehehe.. þeir eru rugludallar! en ég hafði þetta eftir þinum heimildum;) þaning að þetta verður þá bara okkar eigið "sænsk-íslenska" orðtak! ég hugsa að ég geti bráðum farið að búa til orðabók!

Nafnlaus sagði...

eins og t.d. hvernig er legið? og að hafa eitthvað skítugt í bláskápnum osv.