13. apríl 2006

Páskafrí...yndislegt...
Jæja þá blogga ég loksins! Bara búin að vera svo bissi að ég hef ekki haft tíma til að tjá mig hér.. hihihi.. einhverja afsökun verð ég nú að hafa...
En jæja... smá upptalning á því sem hefur verið í gangi síðan ég byrjaði í páskafríinu...
Á föstudaginn kíkti Rósa til mín í mat en þar sem við vorum báðar orðnar mjög mjög svangar, og ég kom beint af blakæfingu og klukkan var orðin átta þá ákváðum við að taka skyndibitastælinn á þetta og keyptum tilbúinn heitan kjúkling og kartöflusalat út í búð... klikkar aldrei... svo bættist Ebba við í hópinn og sátum bara og tjilluðum heima þangað til við kíktum í bæinn um hálftólf, ætluðum fyrst í Smörjis, deildarpöbb vélaverkfræðinnar, en þar sem það virtist vera einhver frekar "spes" stemmning þar miðað við símtöl okkar til fólks sem var þar þá ákváðum við frekar að hitta einhverja vini hennar Ebbu sem voru á stað niðrá Söder.. þar var fín stemmning og góðir kokteilar og lentum við Rósa í viðreynslum af þrítugum gaurum með giftingarhringa... sumt fólk er meira spes en annað! Þetta varð eitthvað frekar stutt djamm en skemmtilegt...
Á laugardaginn vaknaði ég hress til að þvo þvotta og sá dagur fór mest allur í einhverja afslöppun bara, kíkti svo til Rósu og Einars þar sem voru bara eintóm pör, semsagt Einrósa, Raggandri og Freystína og ég og Steinar mynduðum fjórða "parið"...pizza, pílukast, jarðarber út um allt eldhús, blikkandi umferðarljós og rafstuðspil einkenndu stemmninguna þar... eftir það kíktum við í innflutningspartý til Heiðrúnar og Ragga, þar var mjög róleg stemmning en skemmtileg og var íbúðin þeirra rosa fín og Heiðrún orðin algjör dúlla með bumbuna sína enda farið að styttast í það að hún fari að eiga... enginn bær það kvöldið! Voða er maður slappur...
Jæja sunnudagur læra! Svo pakkaði ég saman föggum mínum og hélt á vit ævintýranna.. haha hljómar þetta ekki skemmtilega... en í farteskinu voru tjúttskórnir, skólabækur, flíspeysa, ullarbrækur og fleira skemmtilegt... hvert fer maður með slíkan farangur? Jú, þannig var málið að Steinar er í einhverjum Viking-Line klúbbi þannig að mér var bara skyndilega boðið í siglingu með honum, Baldri, Stínu og Frey á sunnudaginn og var ég ekki lengi að neita því... ferðinni var heitið til Álandseyja en reyndar stoppuðum við þar bara í 2 tíma, sem dugði til að taka nokkrar myndir og sjá bleikar götur og já.. ekki mikið meira! haha. En á sunnudagskvöldið var hlaðborð sem var fínt, ég hélt mig nú reyndar mest í kjúllanum og öðrum mat sem ég kannaðist við en lét kavíar, rækjur, svínaflesk og síldarsalat alveg eiga sig... eftirrétarborðið var heimsótt tvisvar! haha.. sælkerar þar á ferð.. svo var bara djamm og tjútt fram eftir nóttu... ekki mikið meira að segja frá þeirri ferð... myndir koma brátt á myndasíðuna...
En já skólabækur, flíspeysa? Þegar við komum til baka á mánudaginn var ég ekkert á leiðinni heim heldur tók strætó beina leið niðrí Slussen, náði varla að kveðja krakkana, hoppaði beint upp í strætó og þaðan í klukkutíma akstur að báti og með honum upp í Skerjagarð þar sem Ebba tók á móti mér á hjóli með kerru aftan á og sat ég á henni með farangurinn...hahaha.. algjör snilld.. var samt orðin frekar hrædd þegar við hjóluðum niður einhverja svaðalega brekku en það var eins og besti rússíbani! kreisíness.. Fjölskyldan hennar á bústað þarna á þessari fallegu eyju sem heitir Södermöja.. eitt mesta krúsídúlluhús sem ég hef komið í, og giskiði nú, rautt með hvítum gluggum hahaha... því svoleiðis hús sér maður aldrei i Svíþjóð! Svo tók bara við lærdómur, nammiát, pissuferðir út í kamar í skóginum (þar sem skortur var á nýjustu hreinlætistækjum þeim sem kallast salerni) og tjill í tvo daga...fínt að hlaða aðeins batterýin í þessu fallega umhverfi í kyrrð og ró! Kom svo aftur til Stokkhólms um kvöldmatarleytið í gær og ekki mikið meira búið að gerast síðan þá nema lærdómur, þykjustulærdómur, OC gláp, svefn og þvo þvotta...lét það nú eiga sig að mæta á ellismellagleðina sem var í gangi hér í húsinu í dag, en eins og þeir vita sem hafa komið í heimsókn til mín þá er nóg um að vera í félagslífinu á Lötsjövägen 2, svo sem bingó, kaffisamkomur, morgunleikfimi og sitthvað fleira... best að fara að tékka á því hvað er að gerast á morgun! hahaha...

En jæja sætu sætu þá er þetta blogg á enda og óska ég öllum gleðilegs páskafrís! Núna eru aðeins 3 dagar í páskaeggið...

...
Vala påskkärring

13 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá og hana nú aldeilis blogg, takk fyrir það mín kæra. Þetta er alveg að bjarga lærdómsletinni minni :) Diskókúlan er nú samt vel falin og ég vill ekki eiga hættu á að Einar komist að því að hún sé ekki "dáin".....

Nafnlaus sagði...

hehe þetta var ekkert smá blogg hjá þér skvísa! keep up the good work ;)

Nafnlaus sagði...

tek undir það..rosa blog:)..en hvernig gengur páskaeggið annars!

kv.Ragga

Nafnlaus sagði...

Páskaeggið er gufað upp á óskiljanlegan hátt.. óska hér með eftir einkaspæjara!;) hihi...

Nafnlaus sagði...

Ég heimta a.m.k. 5 komment á þessa færslu í viðbót... þangað til blogga ég ekki meir! og hana nú;)

Nafnlaus sagði...

komment komment komment komment komment! ;) og bloggaðu svo sykurpúði!! :P

Nafnlaus sagði...

hmmm, Grikkland, hljómar ekki illa svona til að undirbúa andann undir haustharðindin. Værir þú eða Rósa til í að vera snillar og meila mér meiri upplýsingum??(hjordis_hardardottir@visir.is)
Obrigadissima!!

Nafnlaus sagði...

Fyrirgefðu fer ekki páskafríið að verða búið hjá þér?

Nafnlaus sagði...

helga: jeg hef náð þér í aldri litla sænska vinsa mín, dúbbídúúú

Nafnlaus sagði...

hefur páskakanínan líka étið þig??

sbr. kolskeggur.blogspot.com

Nafnlaus sagði...

jæja, samkv. mínum útreikningum hafa nú 5 ný komment verið skrifuð vinan,

páskafríið er á enda

blogga?

Nafnlaus sagði...

helga: bara uppá flippið, eitt komment í viðbót

F
L
I
P
P

(já það er svona mikið að gerast á Fróni...)

((jeg sakna Darin ))

Nafnlaus sagði...

HAHAHA... oh dahm! nú hef ég engar afsakanir lengur;) eitt blogg á leiðinni...