27. nóvember 2006

Pæling dagsins...Er í lagi að vera farin að syngja og hlusta á jólalög núna ?

Nú sit ég við tölvuna að hala niður jólalögum... hihi...

Ég er venjulega svona manneskja sem þoli ekki að jólaskraut sé hengt upp í búðum í október, jólagjafaauglýsingar og bæklingar byrjaðir að hrúgast inn um bréfalúguna í byrjun nóvember... en á laugardaginn kíkti ég í Kista Galleria og þá var byrjað að spila jólalög í hverri einusu búð og mér fannst það bara mjög kósý :) Er meir að segja farin að hugsa um að jólaskreyta, kaupa jólagjafir og jafnvel baka smá piparkökur í næstu viku..! Ég veit ekki alveg hvernig ég á að útskýra þetta jólabarn sem er allt í einu að vakna upp í mér, alla vega er það ekki snjórinn, hann hefur ekki látið sjá sig... En ég hlakka alla vega rooosalega mikið til að koma heim um jólin... jólafrí oh hvað það verður nice...

Fékk smá fyndið e-mail áðan sem ég varð bara að deila með ykkur, hafði sent "kursansvarig" gaurnum í diffurjöfnukúrsinum mail til að spurja hvaða kóða ég væri með til að ég gæti tékkað á niðurstöðunum á prófinu, fékk til baka þetta mail:

Sjálf sæl Vala Rún!

Dultalan(?) þín er 613.

Kveðjur,
Bengt Ek
KTH Stærðfræði

Mér fannst þetta ekkert smá skondið, sagði Rósu þetta á msn og hún bara " já ha er hann íslenskur?".. nei kannski ekki alveg, veit ekki til þess að fólk noti orðið dultala í daglegu tali :) en hann hefur greinilega fundið sér einhverja orðabók á netinu eða eitthvað, já augljóslega mikið að gera hjá stærðfræðiprófessorum í KTH...

"Ég hlakka svo til...ég hlakka alltaf svo tiiiiil...."
...
Vala jólastrumpur

Engin ummæli: