13. nóvember 2006

Æðislegir tónleikar í gær...

Mættum í Globen Annex rúmlega hálfátta.. fyrirbandið var byrjað að spila og þeir voru nokkuð góðir, man því miður ekki hvað þeir hétu...
Svo komu Keane á sviðið og salurinn (sem innihélt ekki nema um 1500 manns) trylltist...já, sem betur fer eru Svíar ekki miklir Keane fans (já, ég held ég hafi ekki hitt eina manneskju í skólanum sem kannaðist við þá), það var ekki einu sinni uppselt, þannig að við náðum að standa alveg mjög nálægt sviðinu án þess að vera í troðning... liggur við eins og að vera á einkatónleikum...










Já þetta voru alveg frábærir tónleikar bara, þeir eru eitthvað svo miklar dúllur, sérstaklega söngvarinn með eplakinnarnar sínar, hihi, hann var samt orðinn nokkuð sveittur í lokin hahaha... og píanóleikarinn ojboj he is so hot!!! Klárlega heitasti píanóleikari sem ég hef séð...
Svo tóku þeir eitt lag þar sem söngvarinn spilaði á kassagítar og trommuleikarinn á hristur... tók það upp á vídjó en kann ekki að setja það inn á bloggið...held að söngvarinn hafi sagt að þetta væri í fyrsta skipti sem gítar kæmi á sviðið á tónleikum hjá þeim! Nokkuð magnað...
...
Vala

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Upphitunarhljómsveitin heitir The Long Winters og kemur frá Seattle.

Vala Rún sagði...

hey, tack så mycket!