28. janúar 2007

Sunnudagsblogg

Góðan daginn! tími kominn til að blogga smá hérna...

Það er búið að vera mjög kalt hérna seinustu daga. Í miðvikudaginn komu Auður og Ottó í heimsókn til min og keyrðu aftur til Köben á laugardagsmorguninn :) Það var rosa gaman að fá þau í heimsókn. Fyrsta mál á dagskrá var að finna bílastæði sem ekki kostuðu milljón, það er nefnilega alveg vandamál hérna að maður getur ekki einu sinni lagt bílnum sínum fyrir utan húsið án þess að borga, neinei annað hvort þarf að leigja stæði í heilan mánuð á 380 SEK eða bara skokka út í stöðumæli. En fundum loksins stæði hérna hinumegin við Hallonbergen sem voru ókeypis á nottunni og kostuðu 4 SEK á tímann á daginn, þannig að þetta reddaðist :) Ég sýndi þeim aðeins bæinn og þau kíktu í Gamla Stan þegar ég þurfti að fara í skólann, tókum smá rúnt út í Barkaby á bílnum og tókst að villast aðeins í leiðinni, haha ekki svo óvenjulegt þegar ég er með í bílnum! Fórum út að borða og höfðum það kósý hérna heima.. þannig að þetta voru bara rólegheitin. Hlakka ekkert smá til að kíkja til þeirra í Köben, vonandi í vor...
Svo er maður aðeins búin að fylgjast með HM í handbolta, ég er ekki með stöðina sem sýnir leikina hérna, einhver sportstöð, og ekki hægt að horfa á þetta á netinu, frekar fúlt, en hlustaði á seinni hálfleik í gær á Rás2 hehe.. maður fær stemmininguna samt alveg beint í æð. Það verður spennandi hvernig leikurinn fer í dag. Áfram Ísland!!!
Kíkti til Rósu í gærkvöldi og horfðum á Eurovision undankeppnina á Íslandi, mér líst bara alls ekkert á þessi lög því miður...
En jæja þá er það sunnudagsrútínan, þvottahús, lærdómur, sjónvarpsgláp, svo ætla ég að prófa að elda lasagne í kvöld, nammnamm...
Þangað til næst, ciao!
...
Vala

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

takk enn og aftur æðislega fyrir okkur!! það var alveg æææðislegt að koma til þín og knúsa þig! endilega komdu sem ALLRA fyrst til okkar í DK skvís :)
luv ya!