1. febrúar 2007



Já það er rétt, Páll Óskar er málið, alla vega laugadaginn 10.feb þegar árshátíð Íslendingafélagsins verður haldin og Palli mætir á svæðið... og að sjálfsögðu er ég búin að tryggja mér miða á ballið, hvað annað, bara stemmari :)

Fannst líka vanta svo myndir í bloggin hjá mér, þannig að frá og með þessari færslu skelli ég inn einhverri mynd til að lífga aðeins upp á þeta..

En já hvað er í fréttum, jú ég hélt smá matarboð í gær fyrir Krítarfarana, fahitas, tacos, toblerone ís, nammi, acionary og já nokkur eftirminnileg móment, t.d. Ragga að leika risaeðlu og jú Rósa stóð sig eftirminnilega sem tímavörður, já ef þú lest þetta þá ætla ég bara að láta þig vita að þú kemst ekki svona auðveldlega undan næst ;) múhaha
og svo að ógleymdu myndbandinu sem sumir voru óðir í að skoða í tölvunni minni og skulum við ekki fara nánar út í það en hr. Packard var alla vega ekki sáttur við þessa meðferð á sér...

Svo er ég að fara til Barcelona 5.-10. mars með gamla settinu, það er sportlov hjá okkur þannig að mamma og pabbi ætla að skella sér hingað á sunnudegi, fljúgum út á mánudegi og verðum fram á laugardag og svo fara þau aftur heim á sunnudeginum, vá hvað ég hlakka til :) Verður fínt að fá smá frí því það stefnir allt í það að það verði brjálað að gera í skólanum þangað til...

En jæja held að það sé ekkert fleira skemmtilegt sem ég hef að segja núna...

ciao
...
Vala

Engin ummæli: