8. febrúar 2007

Eldur Eldur !!!

Þessi dagur ætlar að verða eitthvað spes. Byrjaði á því að ég vaknaði klukkan 8:35. PANIKK! Á að vera mætt upp í M klukkan 9:15 í elektroLabb. Henti mér í einhver föt, tróð öllum bókum sem ég sá í töskuna mína og hljóp út. Enginn morgunmatur. Ekki litið í spegil (já trúið þið því upp á mig!) Klukkan er nú 8:50. Tunnelbanaseinkun. 9:00 lestin mætt. Stoppar í Fridhemsplan og allir þurfa að skipta um lest. Missi af Mörby lestinni í T-Centralen þrátt fyrir að hafa hlaupið á ólympíuhraða upp rúllustigann. 5 mínútna bið. Nú er klukkan 9:21. Lestin sem kemur er troðin og þarf að troða mér inn í þessa sveittu samlokustemmningu. Sjitt. Ég er alltof sein. Klukkan er 9:40. Er mætt í M36. Þá tekur sæti dæmatímakennarinn á móti mér og annarri stelpu sem er líka of sein. Ég lít út eins og að vera nýkomin úr útihlaupi og 5 vikna flensu. "Þið eruð búnar að missa af leiðbeiningunum. Það er obligatorisk närvaro í öllum labbinum. Þið getið tekið sjúkralabb í lok annarinnar". Allt þetta stress til einskis. Svekkelsi. Brasilía, drykkjarjógúrt í morgunmat. Kaffibolli. Kl. er 9:55. Sit upp í tölvustofu. Kl. er 10:30. Brunabjalla. Fólk rekur upp undrunarsvip, allir logga sig út úr tölvunum og taka dótið sitt og hlaupa niður. Hvað er í gangi! Er virkilega eldur? 10:31 stend útí 5 stiga frosti, ringluð. Kl. 10:36 er fólki hleypt inn aftur. Þeir voru bara eitthvað að brenna við matinn á Brasilíu segir einhver...

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ja hérna! Ekki beint óskabyrjun á deginum! :S En ég sé þig alveg ljóslifandi fyrir mér hlaupandi upp rúllustigann, troða þér í sveitta lest.... ;) okey, það er ljótt að hlægja að óförum annarra, en þessi frásögn hjá þér var bara svo frábær! =)

Nafnlaus sagði...

Ok það er ljótt að hlægja að óförum annarra en ég er svo ljót að ég hló hahahaha. Ég hins vegar trúi því varla að þú hafir ekki litið í spegil það getur eiginlega ekki staðist! Allar mínar rannsóknir á speglavenjum þínum segja mér að svo er ekki, þú hlýtur að hafa a.m.k speglað þig í glugganum í tunnelbananum? En ég giska á að þú hafir litið 1 sinni í langa spegilinn og síðan 3 sinnum í spegilinn inná baði á meðan þú burstaðir og settir teygju í hárið? Er ég nálægt?

kv
Rósa Völuspeglavanasérfræðingur

Nafnlaus sagði...

Hæ sæta, skemmtileg frásögn, ég dýrka svona daga og ef þú ert eitthvað lík mér þá hefuru pottþétt litið í spegil og allt á leiðinni sem þú hefur getað speglað þig í;)hehehe

Nafnlaus sagði...

Hæ ég aftur....
Þvílík tilviljun! Ætli þeir á Vísi hafi verið að lesa bloggið þitt?
http://www.visir.is/article/20070208/FRETTIR05/70208116

Gæti verið lausnin hehe

kv
Rósa sósa

Nafnlaus sagði...

hmm einu sinni enn ég

www.visir.is/article/20070208/FRETTIR05/70208116

komst ekki fyrir í hinu kommentinu

Rósa sem er að ofsækja kommentakerfið þitt muhahahah

Nafnlaus sagði...

hahahaha! a ad drepa mig ur hlatri herna?! neinei eins og thær ad ofan sogdu tha a madur ekki ad hlæja af oforum annarra, en úffípúffí, thetta var god frasøgn elskan min! sit her i tolvuherberginu held nidri i mer hlatrinum svo ad folk haldi ekki ad eg se ekki eitthvad gedveik! svo les eg kommentin og tha liggur vid ad eg hlæji(jih veit ekki hvernig eg a ad skrifa thetta ord) meira thvi er sko alveg sammala theim rosu og bjorgu um ad jah, vala ut an thess ad lita i spegil... jah erfit ad imynda ser thad!;) ætlad hætta ad gera grin af ther i bili, var ad koma ur skidaferdinni sem var ædi, getur lesid um thad a blogginu minu var ad henda inn einni færslu;)

Vala Rún sagði...

já það bara rignir inn kommentum:) já þið megið hlæja að mér því að mér finnst líka gaman að hlæja að óförum annarra.. heheh.. og ég held ég verði klárlega að fjárfesta í þessari vekjaraklukku! erum við að tala um mestu SNILLD í heimi, hihi!