7. febrúar 2007

Mutter, butter...

Var að koma úr Mutterlabb, átti semsagt að búa til mutter sem ég veit ekki alveg hvað kallast á íslensku en er alla vega svona dæmi sem maður setur á skrúfur til að festa þær. Þetta var nú voða létt, en ég lenti náttúrulega með einhverjum 2 iðnaðarverkfræði snobbgaurum í hóp sem spókuðu sig þarna með sleikta hárið aftur í dýru NK fötunum sínum og támjóu skónum, haha ég bara fer stundum að hlæja þegar ég sé þessar týpur. Svo voru þeir báðir voða svona " já við erum nú engir vélaverkfræðingar haha" en þóttust samt vita alveg nákvæmlega hvernig átti að gera allt... og annar var talandi í símann helminginn af labbtímanum og hinn þurfti að mæta á voða merkilegt "seminarium" klukkan 15 (tíminn var sko milli 14-16) þannig að ég bara já, þú mátt alveg vera á undan, ég er ekki með neina VIP stæla hérna í skólanum..váá..Spes fólk. En jæja. Svo voru nú leiðbeinendurnir alveg fyndir líka, annar var svona gamall góður kall sem vorkenndi mér greinilega rosalega fyrir að vera stelpa og hélt ég væri eitthvað voða heimsk því ég skildi ekki alveg hvað hann var að segja við mig í byrjun, mér finnst nú ekki skrítið að ég kunni ekki einhver heiti á vinnutækjunum þarna hef aldrei heyrt sum nöfnin áður, og hann bara hristi hausinn og hjálpaði mér, eða já gerði næstum allt fyrir mig án þess að ég bæði hann um það. En ég var nú ekkert að kvarta sko :) Síðan hinn gaurinn sem var að hjálpa okkur var alveg óhæfur í mannlegum samskiptum og hreytti bara í mann einhverjum skipunum, og hló bara að manni ef maður dirfðist að spurja að einhverju. Ekki skrítið að sumt fólk vinni innilokað í einhverjum rannsóknarsölum allan daginn. Eða bara hvort maður verði svona skemmdur af því að vinna þarna...spurning!

Jæja núna er styttra í næstu helgi en í þá seinustu:)

Og þá er komið að afmæliskveðjum dagsins:
Ragga, til hamingju með daginn í dag !;) Og Einar til hamingju með daginn í gær! Og að lokum amma mín, innilega til hamingju með 80 ára afmælisdaginn á morgun :)

knús og kram
...
Vala

...

Engin ummæli: