11. febrúar 2007

Vá hvað það var gaman í gær! Enda var hressileikinn í dag kannski ekki sá mesti hihi...

Byrjuðum á því að hittast nokkur í nýju íbúðinni heima hjá Stínu og Frey. Mér leið bara eins og ég væri komin í Alpana, því að þau búa barasta hliðin á skíðabrekku takk fyrir. Vð fengum okkur að borða, calzone nammnamm held bara sá besti sem ég hef smakkað hérna í Stokkhólmi, skálað í smá hvítvíni og horft á Melodiefestivalen, já maður má sko ekki missa af því. Eftir allsvakalegt Tunnelbanakapphlaup lá leiðin niðrí bæ í Folkets Hus eða Dansens Hus eða hvað sem þetta hét nú :) Þá var Skari Skrípó í fullum ham með uppistand og vá hvað þessi maður er fyndinn. Siðan mætti Páll Óskar á sviðið og spilaði snilldartónlist allt kvöldið, dönsuðum af okkur rassinn og já mjög gaman bara!
Nú tekur bara við löng og ströng vika, ég og Ragga erum komin í fullt prógram í ræktinni, það eru mánudags, þriðjudags og fimmtudagsmorgnar í KTH hallen takk fyrir... Erum búnar að halda þetta út í tvær vikur núna þannig að þetta er að verða rútína sem okkur tekst vonandi að halda :) Voða duglegar hehe.. Svo er próf á þriðjudaginn og verkefnaskil á fimmtudaginn þannig að það er nóg að gera! Og svo að stússast fyrir FÍNS, sækja um vinnu fyrir sumarið og æfa fyrir Spexið... það fer að styttast í frumsýningu á leikritinu þannig að nú erum við á fullu að spila... mér finnst frekar leiðinlegt að vera ekki með píanó hérna heima, fyrir utan þetta falska píanó sem er uppá næstu hæð frammi á gangi, meika bara svona hálftíma á því skrapatóli! En hún Jojo sem er með mér í hljómsveitinni ætlar að vera svo mikið æði að lána mér hljómborðið sitt þannig að mér ætti nú að takast að læra öll lögin fyrir frumsýningu...

En jæja þá er það lærdómur, ekkert meira hressandi á sunnudagskvöldi!

ciao
...
Vala

Engin ummæli: