21. febrúar 2007

Fyrirgefðu hver setti Stokkhólm inní frystikistu í nótt?!

Vá þessi kuldi er ekkert grín, núna eru það bara longkalsonger, bolur, peysa, flíspeysa, ullarsokkar og vetrarúlpan! Og svo ætlar maður að fara að skella sér á skíði á laugardaginn, ég veit ekki alveg hvað ég er að pæla hahaha... Held samt að það eigi að hlýna aðeins fyrir helgi, vona það nú, annars held ég að ég þurfi að íhuga að fjárfesta í 1stk snjóbuxum!

Það er samt sól og fallegt veður þannig að maður ætti ekki að vera að kvarta :)

Hver hlakkar til að fara til Barcelona eftir 11 daga? ÉG!!!:)

Jæja best að hita sér te og kúra sig undir sæng og kíkja aðeins í lærdómsbækurnar!

ciao
...
Vala svala

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

VALA RÚN GÍSLADÓTTIR!!!!! hvað á ég að þurfa að segja þér þetta oft?? ha??? maður segir ÉG hlakka til!! alveg sko ótrúlegt hvað þú getur ruglast á þessu, meina þótt þú sért nú orðin soldið sænsk þá þýðir nú ekki að klikka á svona grundvallaratriðum!!!

Dagny Ben sagði...

Nákvæmlega það sem ég ætlaði að segja! ÉG hlakka!
Annars getur þú fengið lánaðar snjóbuxur hjá mér ef það verður svínkalt á laugardaginn.

Vala Rún sagði...

Ha, bíddu um hvað eruð þið að tala stelpur mínar? Það er greinilegt að kuldabolinn hefur fryst íslensku heilasellurnar í mér allsvakalega!:) Mér blöskraði þegar ég las þetta. Ok nóg komið af íslensku. En er búin að laga þessa villu, þannig að fleiri þurfi ekki að vera vitni af þessari málfræði misnotkun... já heyrðu takk fyrir það Dagný, ég kannski bjalla í þig! :)

Nafnlaus sagði...

Ja takk vala, nu lidur mer betur, var bara gjorsamlega ad springa herna thegar eg sa thessa vitleysu en thu lagadir hana svo eg sprakk ekki!:P

Vala Rún sagði...

Hehe já það var nú gott ;) ekki vildi ég hafa það á samviskunni