19. febrúar 2007

Helgin...
...var mjög góð:) á föstudaginn fann ég skóna sem mig er búið að dreyma um! wiiiiiii :) Mjög flottir nike svartir plain engar reimar, í NK takk fyrir! já mín var sko ánægð og svo reyndu Rósa og Kolla að koma mér á deit við afgreiðslugaurinn í leiðinni, það var ekki alveg að gera sig, svo var ég næstum búin að kaupa mér mjög flotta casall íþrótta/skólatösku og hlaupaskó í leiðinni en lét mér þetta duga í bili eitt par af skóm... Síðan fór ég með Randra í bíó á Departed, hún var mjög góð verð ég að segja. Enda ekki slæmir leikarar þar á ferð, Jack Nicholson, Leonardo DiCaprio og Matt Damon og fleiri góðir...
Á laugardaginn voru bakaðar íslenskar bollur! Ég fer ekki fleiri orðum um það en segi bara að bollubakstur minn mun bara geta farið uppávið það sem eftir er hehe... þær voru samt alla vega bragðgóðar...Síðan var náttla Melodiefestivalen þarna um kvöldið get nú ekki gleymt að minnast á það, maður hélt varla legvatninu yfir þessum gaurum sem þarna stigu á sviðið! Já get nú ekki sama sagt um íslenska júró en ég tek undir það sem Rósa sagði á blogginu sínu: ég segi hér með sambandi mínu og íslensks Eurovisions upp!
Í gær var langur æfingadagur með Spexinu og líka í kvöld og annað kvöld, þetta er allt að smella hjá okkur...
Svo er Fettistag á morgun og spurning hvort maður fái sér kannski eina semlu:)

ciao
...
Vala seml

Engin ummæli: