28. febrúar 2007

Góðan og bleddsaðan daginn :)

Jæja best að láta heyra aðeins í sér, svo að fólk fari ekki að halda að sé ennþá föst í Hammarby skíðabrekkunni háls, nef, eyrna, fót og handleggsbrotin! Enda gekk skíðaferðin alveg rosalega vel, Stína Pärson einkaskíðakennarinn minn stóð sig með prýði þangað til hún fór að minnast á að einn ákveðinn skíðakappi væri mættur á svæðið, já hversu mikil tilviljun í 2 milljón manna borg að akkurat sama dag, fyrsta skipti á ævinni sem ég ákveð að skella mér upp í skíðabrekku að þá er hann þar. En nú jæja, var reyndar ekki svo heppin að hitta hann, en alla vega olli þetta mikilli truflun á einbeitingu minni þar sem ég neyddist til að taka upp snyrtikittið og spegilinn úr hliðartöskunni og pudra näsan og skíðaði í því beint á greyið Stínu, ég fór í spíkat og flikk og heljarstökk og beint á hausinn. Slapp samt ómeidd út úr þessu og eftir þetta lá leiðin beinustu leið í barnabrekkuna þar sem plógurinn var tekinn, sjúbb sjúbb.. haha... en nei án gríns þá var rosa gaman að á skíðum og stefnan er tekin á aðra ferð einhvern tíman um miðjan mars :) jibbí...

Það er alltaf gaman þegar maður fer að taka til í blaðahrúgunni sem hefur safnast saman inní skáp, sérstaklega þegar maður finnur 100 kr ávísun úr H&M, gamlar passamyndir, glósur sem maður hélt maður væri búinn að týna og fleira sniðugt...og ekki má gleyma restinni (c.a. 90% af þessu) sem er bara drasl sem ætti fyrir löngu að vera komið í ruslið!

Bara 5 dagar í sól og hita... hversu ljúft verður það...

ciao
...
Vala svala

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

oh ertu að grínast!! er strax komið að því...?! mig langar líka í sól og hita!!! má ég ekki bara kíkja með... hihi ;)

*knús*

Nafnlaus sagði...

haha... se thig sko alveg fyrir mer i voluheimi ut af thvi ad einhver akvedinn a stadnum... held eg hafi nu einu sinni lent i theim adstædum med ther ef bara ekki oftar!;)

Vala Rún sagði...

hmm um hvað ertu að tala;) kannast ekkert við þetta.. hihi! jú ég held það sé alveg smá pláss í ferðatöskunni ef þú skutlast hingað á mánudagsmorguninn hehe! knús og kram

Nafnlaus sagði...

hahaha! Mögnuð skíðasaga! ... mig langar líka á skíði.

Nafnlaus sagði...

Sæl og blessuð frænka... ok aðeins of langt síðan að hafa "heyrt" í þér.. en já maður skíði.. uu ætla bara að láta það eiga sig :).. en hérna á Íslandinu er allt gott að frétta.. kúlann stækka og stækkar utan um Guðrúnu.. það færist meiri spenningur hjá familíunni.. svo er Geir Jón farinn að tala af viti.. algjört æði.. Víkingur Ómar farinn að labba og crasy.. drengurinn líkist Símoni Geir aðeins of mikið.. ekkert smá sætir, svo áttu þeir afmæli um daginn, orðinir 3ja og eins árs.. klikkað hvað tíminn er fljótur að líða.. en ok vó langt komment.. tala við þig seinna.. love love

Nafnlaus sagði...

heyrðu kona góð... á ekkert að fara að koma með nýja færslu eða? ;) hlakka til að sjá þig!!!