16. febrúar 2007

hæ hó!

Jæja þá er helgin að renna í garð, plönin eru: kíkja í bæinn á eftir og elda með Rósu, kannski bíó, á morgun fara í ræktina, læra, baka bollur, horfa á melodiefestivalen, spex æfing allan sunnudaginn, kíkja í ræktina, læra, hugsa að það verði bara ekkert djamm, ég er orðin ekkert smá slöpp í því, en ég tók líka alveg út minn skammt seinasta laugardag mætti segja!:) hehehe...

...Er ég orðin gömul?

Nú er stóra spurningin, hvað gerist í páskafríinu? Ég var búin að lofa fjölskyldunni að koma heim til Íslands, en mig langar líka til að kíkja til Köben til Auðar eða Rikka ætlar að kíkja í heimsókn hingað til Stokkhólms... það líður nú að því að maður þurfi að fara að gera lokaplan.

Annars hef ég eiginlega ekkert um að blogga, nema jú það gæti verið að maður skelli sér á skíði bráðlega, var að lesa í Stockholm City í morgun um skíðabrekkur í nágrenni Stokkhólms og verð og þannig, Hammarby kemur sterklega til greina en þar kostar u.þ.b. 300 kall að fá passa og leigja skíði fyrir daginn, ég hef því miður engar verðhugmyndir um hvort þetta sé ódýrt eða dýrt þar sem ég er enginn sérfræðingur í þessum málum. En var nú búin að plana að fara einhvern tíman á skíði í vetur til að athuga hvort ég sé eins hopeless case og ég sjálf held að ég sé á skíðum. Ástæða: gífurlegur ótti við að detta! Svo er önnur brekka sem er 20 mílum frá Stokkhólmi en man því miður ekki nafnið á henni, en það er ansi langur akstur og þar kostar pakkinn um 500 kall en þar eru líka 19 brekkur! Spurning hvort ég þurfi samt á því að halda... ég auglýsi hér með eftir einhverjum sem ekki kann á skíði og langar að vera lúði með mér í barnabrekkunnni.

Ég verð nú að lýsa yfir vonbrigðum mínum með slappan áhuga sem lesendur síðunnar hafa sýnt á sjálfshjálparbókinni minni... en já kannski liggur ekki frami minn í bókaskrifum.

Góða helgi!!!
...
Valfríður

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Kæra Valfríður, mér er meira en ánægja að koma með þér í Hammarby og horfa á þig detta í brekkunni:) Ef þú biður fallega kannski get ég kannski kennt þér að stoppa....

kv
Rósa

Dagny Ben sagði...

Það er eitthvað skíðasvæði fyrir utan Stokkhólm sem heitir Kungsberget. Veit samt ekki hvort það eru 19 brekkur þar.
Stefnt á FÍNS-samkomu í Hammarby höjden næsta laugardag.

Vala Rún sagði...

Já, ég man ekki hvað þetta heitir en það er dáldið langt þangað, maður þarf að taka rútu. En já takk fyrir það Rósmund, ætlaru kannski að taka vídjó af því eins og af mér með skókassann í dag? Ég vænti þess að þú sért nú þegar búin að deleta því af símanum þínum! hehe:)

Vala Rún sagði...

Heyrðu já btw gleymdi að segja þér að sæti afgreiðslugaurinn skrifaði símanúmerið sitt á miða sem var ofan í skónum, nú erum við á leiðinni á deit á sunnudagskvöld. Já, hvað geri ég ekki fyrir þig og Kollu :) hehe

Nafnlaus sagði...

Ja vala min, verd eg ad segja ad eg er algjorlega lost i thessum malum! En eg kannski kemst ad nidurstodu i vikunni.. ;)