14. febrúar 2007

Valentínusardagur...

Í dag svífur ástin yfir vötnum og turtildúfur knúsast á súkkulaðihjarta, dagur rómantíkurinnar.
En já hjá hinum einhleypu er þetta bara eins og hver venjulegur dagur. Talandi um það þá var ég búin að lofa einni ágætri vinkonu minni (nefni engin nöfn, hehe) að skrifa sjálfshjálparbók einbúans, þar sem ég er nú sérfræðingur í þeim málum. Bókin kom út í dag þar sem þessi dagur er einstaklega erfiður fyrir einstæðinginn, og einnig þar sem fyrsti kafli bókarinnar, "Þú ert ekki aumingi þó þú hræðist það að vera einn" er tileinkaður þessari ónafngreindu vinkonu minni og hún á mjög erfiða viku fyrir höndum þar sem kærastinn stakk hana af til Íslands. Þannig að mig langar að nota tækifærið og auglýsa "Sjálfshjálparbók einbúans" og þeir sem hafa áhuga á að nálgast bókina endilega kommentið á þessa færslu ;)
Nú var ég að koma heim úr bænum. Er bara hálf þreytt og pirruð eftir þessa ferð þar sem að
a) mér tókst ekki að finna mér skó sem ég þurfti að kaupa, ekki afþví mig langaði að kaupa mér skó, þó manni langi alltaf í nýja skó, en þegar maður neyðist til að kaupa sér einhvern mjög nákvæmlega ákveðinn hlut þá finnur maður sjaldan eitthvað sem maður er nógu ánægður með, afhverju er þetta svona erfitt?!
b) ég er búin að vera blaut í fæturnar síðan í morgun, ástæðan fyrir að ég þurfti að kaupa þessa ákveðnu nýju skó
c) maður á ekki að vera að dröslast í bæinn á háannatíma eftir að hafa verið í skólanum allan daginn og unnið hópverkefni og bara borðað einn banana í hádegismat...það boðar ekki góðan árangur!
En jæja, ég ætla að elda mér lasagne, er búin að hlakka til lengi því það misheppnaðist hjá mér seinast þannig að nú ætti það að verða fullkomið:)

Vá hvað ég hlakka til helgarinnar! og það styttist óðum í að mamma og pabbi komi í heimsókn og við förum til Barcelona úúújé :)

Ástarvæmniskveðjur
...
Vala

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þýðir ekki alltaf kaupa allt í pörum á þessum degi.

Nafnlaus sagði...

Eg sko endilega til i ad lesa thessa bok thina vala min... hljomar rosalega spennandi;)

Vala Rún sagði...

Jeij það eru komnir tveir kaupendur. Endilega kommentið fleiri, ég er fátækur námsmaður og mér veitir ekki af aurunum;) knús

Nafnlaus sagði...

einmanaleiki er eitt það versta sem ég veit. uppgötvaði um daginn að ég hafði aldrei lent í því að vera einmana fyrr en nú fyrir stuttu. var einmana í heila 4 daga. það var hrikalegt. vildi að ég hefði átt bókina þína þá!