2. febrúar 2007


Nýr lífsstíll...
...sem inniheldur frið á jörð, dýraverndun, grænmetisát, yoga, kamillute, ljóðalestur á kvöldin, hörklæðnað, langar gönguferðir út í náttúrunni, hugleiðingar...
Já, frá og með deginum í dag er ég ný manneskja!
Ég semsagt ákvað að skella mér í yoga tíma í KTH hallen í dag, hefur alltaf langað til að prófa þetta, man samt eftir því þegar Bodo sundþjálfari í Ægi ákvað að senda okkur í poweryoga tíma á laugardagsmorgni í World Class, hópur af stirðum sundmönnum, ekki svo góðar minningar... en einhvern vegin í bjartsýniskasti ákvað ég að skrá mig í tímann í dag og já viti menn, þarna uppgötvaði ég nýja hlið á sjálfri mér og hef því ákveðið að stunda jóga, gerast grænmetisæta og drekka te á síðkvöldum...
Haha já, nei þetta er ekki alveg satt, ekki næstum því, þessi tími var hörmung og held ég að fólk, eða já stelpurnar sem voru þarna hafi vorkennt mér...
Ímyndið ykkur vaxtaræktargaur í ballett, belju á svelli, Völu í yogatíma... Allar æfingarnar voru svo róóólegar og maður átti að finna innri slökun og jafnvægi í öndun og snúa upp á líkamann og setja sig í einhverjar fáránlegar stellingar og "slaka á" í þeim... meir að segja æfingarnar sem áttu að kallast "hvíldaræfingar" voru mér ofviða, þannig að ég einfaldlega gafst upp! Fór út eftir 20 mín af tímanum...
En jæja varð bara að deila þessu með ykkur, góða helgi :)
...
Vala stirða

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vala vonandi læriru af reynslunni í þetta skiptið, Jóga er bara ekki fyrir hrausta og sterka stelpu eins og þig, að fara í hundinn, hoppa á kúnni eða hvað þetta nú heitir, slappa af og drekka jurtate á bara ekki við verkfræðinema sorry....

Rósa

Nafnlaus sagði...

Nei stelpur minar hallo hallo!! hutogenosena og hutogenasina og downworddog og upworddog.... yoga i ameriku... godar minningar alveg sko!:)