13. febrúar 2007

Langur þriðjudagur...

Var í KS í morgun kl 8:00. Úfff hvað það er alltaf jafn erfitt að vakna svona snemma. Prófið gekk vel, eða illa, dáldið erfitt að segja, það kemur í ljós, er ekki búin að kíkja á svörin. Krossa bara fingur :) Sit núna með æsispennandi verkefni í Produktframtagning, erum að hanna róbótarm og skrifa matlab prógram og gera skýrslu. Sé ekki fram á annað en við verðum að þessu þangað til klukkan tíu í kvöld! Einn elektro dæmatími þarna inn á milli. Vá ég ætla að hætta að drepa ykkur úr leiðindum með þessu bloggi.
Það sem bjargaði deginum er að það var bakakakadagur hjá okkur ;) Erum núna 7 sem stofnuðum þennan skemmtilega klúbb, en einn meðlimur sér um að mæta með köku í skólann einu sinni í viku. Ég bakaði brownie í seinustu viku. Sló alveg í gegn. En vá hvað það er girnileg kakan sem Mattías kom með í dag, svona kanilkladdkaka með appelsínusúkkulaðikremi! mmm...hlakka til að smakka. Og svo ætlum við Rósa að hittast á laugardaginn og baka bollur. Já, það er greinilegt að ég er orðin svöng þannig að ég ætla að drífa mig í hádegismat.

Kem með eitthvað skemmtilegra blogg á morgun
ciao
...
Vala

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hæ ho sæta min!
Fyndid... tridjudagar eru einmitt kokudagar a ganginum minum, svo thad er kaka i kvold, en vid islenskustelpurnar erum nybyrjadar i ataki svo jah en held ad skvisurnar ætli ad hafa is og avexti svo thad er nu kannski ekki svo slæmt!:D
En ja biddu bollur... er bolludagur, sprengidagur og oskudagur i næstu viku eller hvad???

Vala Rún sagði...

Jáááá! jibbíjei