4. febrúar 2007

Schlager feber !


Jæja, núna er maður að komast í Eurovision gírinn... Í gærkvöldi hittumst við Henrik, Fabian og Mikaela heima hjá henni og horfðum á Melodifestivalen, fyrsta undankeppni af 4 hjá Svíunum í ár og þetta var góð keppni bara, allt mjög flott í kringum þetta, og lögin sem komust áfram mjög fín..fyrir utan eitt svona country lag sem var alveg hræðilegt og hóp af einhverjum tveim gellum og gaurum sem gjörsamlega kunnu ekki að syngja... en reyndar eru þeir búnir að bæta við einhverri "second-chance" keppni sem verður númer 5 og síðan verða úrslitin, algjör langloka, spurning hvort maður nenni að fylgjast með þessu öllu...
...fékk síðan að nördast í tölvuna til að kíkja á íslensku keppnina og því miður enn og aftur vonbrigði, nennti bara að horfa á 3 lög þannig að ég veit ekki hvernig restin var, en það vantar alveg klárlega einhverja Silvíu Nótt í þetta í ár...
...
Vala júrónörd

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

þú ert nú meiri júróskvísan! ég fylgist allt of lítið með þessu... finnst þessi keppni alltaf missa meiri og meiri sjarma með árunum sem líða! hehe, en það er nú bara mitt álit ;)

mundu eftir prison break á morgun sæta mín! ýkt spennó!!!!!

knús :*

Vala Rún sagði...

Já, hvernig gæti ég gleymt því !! Seinasti þáttur, váá spennandi, það vantaði samt þig og Ottó til að sálgreina þáttinn niðrí details haha;) knús!

Nafnlaus sagði...

hvað er carola häggkvist að gera þarna? hvar er anna book?

Vala Rún sagði...

Jú varð bara að hafa hana með, hún er nú Eurovision goð Svía;) og fyrrverandi nágranni þinn eller hur... en já kannski ég skelli inn mynd af Önnu ef hún vinnur lokakeppnina :) bara fyrir þig!